Verðskrá

Verðskrá

Andlitsmeðferðir
 

Stutt andlitsbað, 25 mín.

Yfirborðshreinsun, gott nudd á herðar, háls og andlit. Viðeigandi maski og lokakrem. Dásamleg dekurstund.

Verð: 10.900.-

Húðhreinsun, 55 mín.

Yfirborðshreinsun, húð hituð og djúphreinsuð, kreistun, maski og lokakrem fyrir viðeigandi húðgerð. Hentar vel þeim sem eru með óhreina og stíflaða húð.

Verð: 13.900.-

Nudd og maski, 55 mín.

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun án gufu, herða-, háls-, andlits- og höfuðnudd (ca. 20 mín.), maski og lokakrem fyrir viðeigandi húðgerð. Endurnýjandi fyrir húðina.

Verð: 13.900-

Andlitsmeðferð, 80 mín.

Yfirborðshreinsun húðar, húð hituð og djúphreinsuð. Kreist eftir þörfum og óskum viðskiptavinar. Innifalið í meðferðinni er mótun á augabrúnum með plokkun eða vaxi.

Herða-, háls- andlits- og höfuðnudd (ca. 20 mín.), að lokum er maski og lokakrem fyrir viðeigandi húðgerð.

Góð allherjar andlitsmeðferð fyrir þá sem kjósa bæði húðhreinsun og nudd í sama pakka. Ef húðhreinsun og mótun augabrúna er afþökkuð þá lengist nuddið í meðferðinni.

Verð: 17.900.-

Lúxus andlitsmeðferð, 110 mín.

Meðferðin hefst á lúxus slökunar baknuddi með hitaðri gæðaolíu. Yfirborðshreinsun húðar, húð hituð og djúphreinsuð. Kreist eftir þörfum og óskum viðskiptavinar. Innifalið í meðferðinni er mótun á augabrúnum plokkun/vax. Lúxus herða-, háls- andlits- og höfuðnudd (ca. 30 mín.). Að lokum er viðeigandi lúxus maski og krem fyrir hverja húðgerð fyrir sig. Notaðar eru lúxus húðvörur.

Verð: 19.900.-

Augu
 

Litun á augnhár, augabrúnir og plokkun/vax.

Verð: 6.900.-

Mótun augabrúna, plokkun/vax.

Verð: 4.900.-

Litun á augabrúnir og plokkun/vax.

Verð: 5.900.-

Litun á augnhár og plokkun/vax.  

Verð: 5.900.-

Litun á augnhár eða augabrúnir.   

Verð 4.900.-

Litun á augnhár og augabrúnir.

Verð: 5.900.-

Hendur
 

Handsnyrting, 55 mín.

Hefðbundin handsnyrting þar sem neglur eru þjalaðar og snyrtar, naglabönd hreinsuð og snyrt. Endað á notalegu handanuddi.

Verð: 11.900.-

Handsnyrting m/lökkun, 75 mín.

Hefðbundin handsnyrting þar sem hendur eru settar í handabað, neglur eru klipptar, þjalaðar og snyrtar, naglaböndin hreinsuð og snyrt. Endar með lökkun og notalegu handanuddi.

Verð: 12.900.-

Lúxus handsnyrting án/með lökkun 90-110 mín.

Lúxus handsnyrting þar sem hendur eru settar í handabað, neglur eru klipptar, þjalaðar og snyrtar, naglaböndin hreinsuð og snyrt. Kornaskrúbbur og handanudd. Hitaðir lavander paraffín hanskar settir á hendur sem veitir húðinni næringu og eykur raka húðar. Tilvalið fyrir þá sem glíma við gigt eða mikinn þurrk í húðinni, þar sem paraffín maskinn eykur sjálfsrakahæfni húðarinnar og hitinn mýkir upp liði og veitir vellíðan (90 mín.) Að lokum er lökkun ef viðskiptavinur vill (110 mín.)

Verð: 14.900.-

Lavender paraffín maski á hendur, 25 mín.

Byrjað á léttum kornaskrúbbi á hendur, síðan eru hendur nuddaðar upp að olnboga. Hitaðir lavander paraffín hanskar settir á hendur sem veitir húðinni næringu og eykur raka húðar. Slakað á í 10 mín. á meðan maskinn gerir kraftaverk. Tilvalið fyrir þá sem glíma við gigt eða mikinn þurrk í húðinni, þar sem paraffín maskinn eykur sjálfsrakahæfni húðarinnar og hitinn mýkir upp liði og veitir vellíðan. Frábær viðbót við aðrar meðferðir.

Verð: 7.900.-

Fætur
 

Fótsnyrting, 55 mín.

Hefðbundin fótsnyrting þar sem meðferðin hefst á fótabaði sem hreinsar og mýkir fætur. Naglabönd hreinsuð, neglur klipptar, þjalaðar og snyrtar. Unnið er á siggi ef þörf er á.

Endað með notalegu fótanuddi.

Verð: 12.900.-

Fótsnyrting með lökkun, 75 mín.

Hefðbundin fótsnyrting þar sem meðferðin hefst á fótabaði sem hreinsar og mýkir fætur. Naglabönd hreinsuð, neglur klipptar, þjalaðar og snyrtar. Unnið er á siggi ef þörf er á.

Endað á lökkun og notalegu fótanuddi.

Verð: 13.900.-

Lúxus fótsnyrting án/með lökkun 90-110 mín.

Meðferðin hefst á fótabaði sem hreinsar og mýkir fætur. Naglabönd hreinsuð, neglur klipptar, þjalaðar og snyrtar. Fótaskrúbbur og notalegt fótanudd. Hitaðir lavander paraffín sokkar settir á fætur sem veitir húðinni næringu og eykur raka húðar. Tilvalið fyrir þá sem glíma við gigt eða mikinn þurrk í húðinni, þar sem paraffín maskinn eykur sjálfsrakahæfni húðarinnar og hitinn mýkir upp liði og veitir vellíðan (90 mín.) Að lokum er lökkun ef viðskiptavinur vill (110 mín.)

Verð: 15.900.-

Lavender paraffin maski, 25 mín.

Byrjað er á að fara í stutt fótabað og fætur skrúbbaðir með saltskrúbb. Fótanudd upp að hnjám. Hitaðir lavander paraffín sokkar settir á fætur sem veitir húðinni næringu og eykur raka húðar. Tilvalið fyrir þá sem glíma við gigt eða mikinn þurrk í húðinni, þar sem paraffín maskinn eykur sjálfsrakahæfni húðarinnar og hitinn mýkir upp liði og veitir vellíðan. Frábær viðbót við aðrar meðferðir.

Verð: 8.900.-

Dekur fyrir þreytta fætur, 25 mín.

Byrjað er á að fara í stutt fótabað og fætur skrúbbaðir með saltskrúbb. Gott fótanudd upp að hnjám með ilmolíu t.d. piparmyntu. Þreytan líður úr fótunum.

Góð meðferð á milli funda, eftir flug eða hlaup. Hentar öllum sem vilja dekra við fæturnar.

Verð: 8.900.-

Vax
 

Vax að hné. 30 mín

Verð: 6.900.-

Vax að hné og bikiní lína  45-60mín 

Verð: 10.900.-

Vax að hné og aftan á lærum 45-60mín

Verð: 8.900.-

Vax að hné og brasilískt 60mín

Verð: 12.900.-

Vax að hné, aftan á lærum og bikini lína 60mín. 

Verð: 12.900.-

Vax að hné, aftan á lærum og brasilískt

Verð: 14.900 60mín 

Vax alla leið

Verð: 10.900.-

Vax alla leið & bikiní lína 90mín

Verð: 14.900.-

Vax alla leið og brasilískt 90mín. 

Verð: 16.900.-

Vax bikiní lína 30mín 

Verð:  6.900.-

Brasilískt vax sársaukaminna. 

Verð: 8.900.-

Brasilískt vax (endurkoma innan 6 vikna). 

Verð: 7.900.-

Vax undir hendur, sársaukaminna. 

Verð: 4.900.- (3.900.- með öðru vaxi).

Vax á bringu eða baki. 

Verð: 8.900.-

Vax andlit

Verð: 5.900.-

Vax efrivör eða höku

Verð: 3.900.-

Nudd
 

Partanudd

Í partanuddi er lögð áhersla á ákveðinn líkamspart sem viðkomandi velur. Hægt er að velja á milli slökunar-, klassískt eða meðgöngunudd. Algengasta val eru axlir og bak.

25 mín 11.900.-

Slökunarnudd

Í slökunarnuddi eru lengri og mýkri strokur þar sem lögð er áhersla á slökun vöðva og líkama þar af leiðandi er ekki unnið á bólgum og stífum vöðvum. Tilvalið til að minnka spennu í vöðvum og líkama.

25 mín. 11.900.- 
50 mín. 15.900.- 
80 mín. 18.900.-

Klassískt nudd

Í klassísku nuddi eru styttri og dýpri strokur þar sem lögð er áhersla á að vinna á spennu og vöðvabólgum. Þetta er hefðbundið sænskt nudd sem eykur blóðflæðið. 

25 mín. 11.900.- 
50 mín. 15.900.- 
80 mín. 18.900.-

Meðgöngunudd

Í meðgöngunuddi er notast við meðgöngupúða sem lagður er ofan á hefðbundinn nuddbekk.

25mín.  11.900.-
50 mín. 15.900.-
80 mín. 18.900.-

Ilmolíunudd

Hefðbundið slökunarnudd þar sem notaðar eru ilmolíur sérstaklega blandaðar miðað við þarfir hvers og eins. Hefur mismunandi áhrif allt eftir virkni ilmolía. Hægt er að velja frískandi, slakandi og að auka jafnægi á líkama og sál.

25 mín. 12.900.- 
50 mín. 16.900.- 
80 mín. 19.900.-

Íþróttanudd

Djúpt vöðvanudd sem hugsað er fyrir íþróttafólk. Það eykur blóðflæði til muna og flýtir fyrir bata eftir líkamleg vandamál.

25 mín. 12.900.- 
50 mín. 16.900.- 

Heitsteinanudd

Heitsteinanuddið er heilnudd sem upprunnið er frá Indiánum. Nuddað er með heitum basalt steinum til að leiða hitann til dýpri vefja líkamans og nuddað með höndum í bland til að losa þannig vel um spennu.

50 mín. 16.900.- 
80 mín. 19.900.- 

Aðgangur í baðstofuna er innifalinn með öllum nuddmeðferðum. Einnig afnot af slopp og handklæði. Bara muna eftir sundfötum.

Spa meðferðir
 

Sítrusdekur, 80 mín.

Sítrusþema alla meðferðina. Líkaminn er skrúbbaður létt með sítrus saltskrúbb sem eykur blóðflæði til húðarinnar og hreinsar burt dauðar húðfrumur sem eykur innsíun húðarinnar. Steinefnaríkt saltið, ásamt hreinsandi, hressandi og orkugefandi sítrus ilmolíunni, ýtir undir hreinsun blóðrásarkerfisins. Yfirborðshreinsun á andlit, mýkjandi og nærandi rakamaski borinn á og að endingu gott rakakrem. Að sturtu lokinni fer viðskiptavinurinn í 50 mín. heilnudd þar sem notuð er hituð, sítrus ilmolía. Sítrusinn hefur frískandi og upplífgandi áhrif á líkama og sál.

Verð: 21.900.-

Kókosdekur, 80 mín. 

Kókosþema í gegnum alla meðferðina. Líkaminn er skrúbbaður létt með kókos kremskrúbb sem eykur blóðflæði til húðarinnar, hreinsar burt dauðar húðfrumur sem eykur innsíun húðarinnar og gefur hornlagi hennar mýkt og næringu. Húðin verður sléttari og heldur betur raka. Stutt andlitsbað í meðferð: Yfirborðshreinsun á andlit, mýkjandi og nærandi rakamaski borinn á og að endingu gott rakakrem. Að sturtu lokinni fer viðskiptavinurinn í 50 mín. heilnudd þar sem notuð er hituð, lífræn kókosolía. Hentar vel fyrir viðkvæmar og þurrar húðgerðir, einnig konum á meðgöngu þar sem engar ilmolíur eru notaðar í þessari meðferð.


Verð: 21.900.-

Lavenderdekur, 80 mín.

Lavanderþema alla meðferðina. Líkaminn er skrúbbaður létt með lavander saltskrúbb sem eykur blóðflæði til húðarinnar og hreinsar burt dauðar húðfrumur sem eykur innsíun húðarinnar. Steinefnaríkt saltið, ásamt róandi og slakandi lavander ilmolíunni, kemur jafnvægi á líkama og sál. Yfirborðshreinsun á andlit, mýkjandi og nærandi rakamaski borinn á og að endingu gott rakakrem. Að sturtu lokinni fer viðskiptavinurinn í 50 mín. slökunar heilnudd þar sem notuð er hituð, lavander ilmolía. Lavander hefur róandi áhrif á sál og rakagefandi áhrif á húð. Hentar vel fyrir þá sem vilja njóta fullkominnar slökunar.


Verð: 21.900.-

Þaradekur, 80 mín. 

Alíslenskur þari er þemað í þessari meðferð. Líkaminn er skrúbbaður létt með þara saltskrúbb sem eykur blóðflæði til húðarinnar og hreinsar burt dauðar húðfrumur sem eykur innsíun húðarinnar. Þari hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem ein náttúrulegasta heilsubót sem Íslendingar (sem og aðrar þjóðir) geta tekið inn eða borið á líkama sinn. Steinefnaríkt saltið, ásamt stein- og snefilefnaríkum þaranum, er öflugt á þurra húð, exemis húð og fleiri húðkvilla. Hann hvetur til kollagen og elastín endurnýjunar húðarinnar og hefur því stinnandi áhrif og hægir á öldrun hennar. Yfirborðshreinsun á andlit, mýkjandi og nærandi rakamaski borinn á og að endingu gott rakakrem. Að sturtu lokinni fer viðskiptavinurinn í 50 mín. heilnudd þar sem notuð er hituð, sérblönduð ilmolía að þörfum viðskiptavinar.

Verð: 21.900.-

Líkamsskrúbbur með stuttu andlitsbaði 25 mín.

Líkaminn skrúbbaður létt með saltskrúbb sem eykur blóðflæði, hreinsar burt dauðar húðfrumur og gefur hornlagi húðarinnar mýkt og næringu. Húðin verður sléttari og heldur betur raka. Yfirborðshreinsun á andlit, mýkjandi og nærandi rakamaski borinn á og að endingu rakakrem.

Verð: 10.900.-

Aðgangur í baðstofu
 

Aðgangur í baðstofu 

Verð: 4.800.-

Innifalið baðsloppur og handklæði.

Hótelgestir fá 50% afslátt af aðgangseyri.

ATH! Aðgangur í baðstofu fylgir með öllum meðferðum. 

Mánaðarkort í infarauða sauna klefann 

Verð: 16.900.- gildir aðeins fyrir einn.

10 skipta árskort í infrarauða sauna klefann

Verð: 25.900.- gildistími í eitt ár frá útgáfudegi og hægt er að deila með öðrum.

Mikill kostur við infrarauðann hita, er að hann fer dýpra inn í húð og líkama, heldur en hitinn frá hinni hefðbundnu þurrgufu við tiltölulega lágt hitastig og reynir þar með minna á líkamann.

Hentugt til að vinna á bólgum, slaka á spenntum vöðvum, hreinsa húð og auka blóðrásina. Sérstaklega hentugt við gigtarsjúkdómum.