Reykjavík Spa

Reykjavík Spa er stórglæsileg snyrti- og nuddstofa með fallegri heilsulind, þar sem við leggjum áherslu á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi.

Snyrtistofan er búin sex rúmgóðum herbergjum fyrir fjölbreytt úrval af snyrti-, nudd- og spameðferðum. Starfsfólk okkar tekur vel á móti öllum gestum og markmið okkar er að allir gangi út hæstánægðir og endurnærðir. Í heilsulindinni Reykjavík Spa er að finna tvo rúmgóða heita potta, 39°C og 41°C, infrarauða saunu, gufuklefa og notalegt hvíldarsvæði með hægindastólum, kertaljósum og róandi arineld. Allir gestir hafa aðgang að glæsilegum búningsklefum og fá baðslopp, handklæði og inniskó til afnota.

Fyrir þá sem vilja heldur stunda líkamsrækt er heilsuræktin okkar frábær kostur. Þar eru öll helstu tæki fyrir þá sem vilja taka verulega á því í þægilegu andrúmslofti. Einungis ætluð gestum hótelsins.

Vinsamlegast athugið að engin ábyrgð er tekin á lausamunum gesta meðan á dvöl stendur. Athugið að notkun myndavéla og síma er stranglega bönnuð í búningsklefum og á spa svæði. Aldurstakmark er miðað við 16 ára aldur.

Ath! Aðgangur í spa er aukalega 900.- ef andvirði snyrtimeðferðar er undir 6.000.-

Allar styrktarbeiðnir fara fram í gegnum:

www.islandshotel.is/is/um-okkur/abyrgdarstefna/styrktarbeidni