Breyttur opnunartími

Vinsamlegast athugið! Vegna gildandi takmarkanna er hámarksfjöldi hverju sinni 20 manns og 1 metra regla viðhöfð inn á baðstofunni. Við mælumst til notkunar á grímum í almennu rými við móttöku og í búningsklefum. Vekjum jafnramt athygli á því að ekki er hægt að taka á móti stærri hópum.

Snyrtistofan er opin frá kl. 12:00 - 18:00 þriðjudaga - föstudaga.

Baðstofað er opin frá kl. 12:00 - 18:00 þriðjudaga - laugardaga.

Líkamsrækt er opin fyrir hótelgesti.

Snyrtimeðferðir

Allt frá stuttu andlitsbaði til lúxus andlitsmeðferðar, litun og plokkun, hand- og fótsnyrting, vaxmeðferðir og líkamsskrúbbur. Ef þú vilt gera vel við þig eða þína, þá bætir þú lúxus við dekrið í hand- og fótsnyrtingu sem þýðir að meðferðartími lengist, notast við sérhæfðari vörur og lengra nudd.
Gjafabréf Reykjavík Spa veita einstaka upplifun allan ársins hring. Veldu aðeins það besta fyrir þig og þína. Sjá nánar hér.

Spa og nudd

Fjölbreytt úrval spa- og nuddmeðferða. Aðgangur í baðstofuna fyrlgir með öllum okkar meðferðum. Þar eru 2 heitir pottar, blautgufa og infrarauð sauna. Dásamlegt hvíldarsvæði með hægindastólum og notalegri birtu..

Slökum á saman

Að njóta stundar í góðum félagsskap í Reykjavík Spa er dásamleg leið til að endurnæra líkama og sál. Tökum vel á móti gestum okkar og smærri hópum í baðstofuna, með eða án dekurs.
Hægt er að senda okkur fyrirspurnir hér.